Bátafloti

Gríms Karlssonar

Í Byggðasafni Reykjanesbæjar eru varðveitt um 140 líkön af skipum og bátum.

Langflest þeirra smíðaði Grímur Karlsson skipstjóri.

Grímur Karlsson

Grímur bjó frá unglingsaldri í Njarðvík og hóf skipstjórnarferil sinn ungur að árum. Hann lauk skipstjórnarnámi fyrir 30 tonna skip árið 1952, þá 16 ára. Sama ár gerðist hann skipstjóri á Marz GK 374 og fékk til þess undanþágu vegna ungs aldurs. Síðar tók hann hið meira fiskimannapróf eftir að hafa lokið námi við stýrimannaskólann í Reykjavík. Grímur stýrði mörgum bátum á ferli sínum. Líkön af nokkrum þeirra eru hér til sýnis.



Grímur hófst handa við smíði líkananna um fimmtugt og safnaði af mikilli elju ýmis konar fróðleik um sögu sjávarútvegs á Íslandi. Grímur var afkastamikill og eftir hann liggja á fimmta hundrað líkön í eigu ýmissa stofnana og einstaklinga. Fyrir smíði sína var Grímur sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 2009, Menningarverðlaun Reykjanesbæjar það sama ár og Sjómannadagsorðuna 2002. Grímur lést árið 2017.