Sögumolar
Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur látið gera söguskilti við vinsælar gönguleiðir í bænum.
Aðaláhersla er lögð á að sýna myndir frá fyrri tíð ásamt stuttum upplýsingatexta.
Hús Duus kaupmanns
Við Keflavíkurtúnið standa tvö hús sem Hans Pétur Duus lét reisa fyrir verslun sína. Verslunin var rekin í Gömlu búð sem reist var árið 1870-71. Til móts við það stendur Bryggjuhúsið sem var gríðarstórt og mikið pakkhús byggt árið 1877. Þessi tvö hús standa enn. Á myndinni sést einnig eldra verslunarhúsið sem nú er horfið. Kaupmaðurinn lagði áherslu á gott viðhald húsanna. Hann lét á hverju ári bera blöndu af tjöru og lýsi á húsin. Vinnan bar ávöxt og er viðurinn í húsunum enn í góðu ástandi.
Ljósmynd: Sigfús Eymundsson / Þjóðminjasafn Íslands
